Sævar Atli og félagar úr leik

U19 ára landslið gerði í dag jafntefli við Moldavíu 1-1 í undakeppni EM í Tyrklandi. Liðið hafði áður unnið Tyrki 2-1 og tapað fyrir Englendingum 3-1. Úrslitin þýða að Ísland er úr leik.

Sævar Atli var í byrjunarliðinu í eina sigurleik Íslands á mótinu gegn Tyrkjum í fyrsta leik en sat allan tíman á bekknum gegn Englendingum. Sævar kom inn á í dag gegn Moldóvum þegar um fimmtán mínútur voru eftir leiknum.

Ísland líkur því keppni í þriðja sæti riðilsins en það er verða að teljast afar svekkjandi úrslit eftir góða byrjun.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*