Sævar Atli endurnýjar

Leiknismaðurinn ungi Sævar Atli Magnússon hefur endurnýjað samning sinn við Leikni til tveggja ára.

Sævar er fæddur árið 2000 og hefur verið iðinn við markaskorun í yngri flokkum Leiknis og fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Sævar Atli var lykilmaður í Leiknisliðinu í sumar og lék alla 22 leiki Leiknis í Inkasso-deildinnni og skoraði í þeim 9 mörk. Flesta leikina lék Sævar í fremstu víglínu en leysti einnig stöður á miðjunni í sumar og gerði það með glæsibrag.

Við óskum Sævari og Leiknisfólki öllu til hamingju með þessa endurnýjun en það verður án efa gaman að fylgjast með honum á vellinum í sumar.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*