Sævar með bæði í góðum sigri – Binni mættur aftur

Leiknir R. 2 – 1 Leiknir F.
1-0 Sævar Atli Magnússon (’16)
2-0 Sævar Atli Magnússon (’18)
2-1 Arkadiusz Jan Grzelak (’78, víti)

Okkar menn óðu í færum gegn nöfnum okkar í Leikni Fáskrúðsfirði en mörkin uðu aðeins tvö. Þau mörk dugðu til 2-1 sigurs en Sævar Atli fyrirliði skoraði bæði og var valinn Manhattan-maður leiksins.

Hér er skýrslan af Fótbolta.net

Þó mörg góð færi hafi farið forgörðum eru stigin þrjú það sem mestu máli skiptir. Leiknir er nú í þriðja sæti Lengjudeildarinnar og spennan eykst!

Hér má sjá stöðuna af vefsíðu KSÍ

Hér er svo umfjöllun Snorra um leikinn og myndaveislan frá Hauki er komin úr prentun.

Brynjar Hlöðversson er búinn að jafna sig á meiðslum og kom inn af bekknum. Frábært að fá Binna Hlö aftur í slaginn. Eins var frábært að geta hleypt stuðningsmönnum aftur á völlinn með nánast eðlilegum hætti og vonandi fá strákarnir góðan stuðning það sem eftir lifir móts.

Hér er svo viðtal við Sigga Höskulds sem .Net tók eftir leik:


Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*