Sævar með þrennu í sex marka leik

Leiknir og bikarmeistarar Víkings gerðu 3-3 jafntefli í stórskemmtilegum leik í Reykjavíkurmótinu í gær. Leikurinn fór fram í Egilshöll en fyrirliði okkar, Sævar Atli Magnússon, skoraði þrennu í leiknum.

Brynjar Hlöðversson fær ekki keppnisleyfi fyrr en seinni hluta febrúar vegna reglu um félagaskipti erlendis frá. Þá vantaði nokkra leikmenn vegna smávægilegra meiðsla.

Jamal Klængur Jónsson, sem genginn er upp úr 2. flokki, byrjaði sem hægri bakvörður og bjargaði á línu áður en Sævar skoraði fyrsta mark leiksins, eftir undirbúning Sólons. Staðan 1-0 í hálfleik en eftir hlé opnuðust flóðgáttir.

Víkingar náðu að snúa dæminu við og komust 2-1 yfir en sveiflurnar héldu áfram og skyndilega var Leiknir komið í 3-2. Ásgeir Þór Magnússon markvörður gerði svo mistök sem kostuðu mark og jafntefli varð niðurstaðan.

Hér má sjá skýrslu leiksins af ksi.is

Næsti leikur Leiknis er gegn Fram næsta laugardag (18. janúar), klukkan 17:15 í Egilshöll. Sjáumst þar.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*