Sævar og Danni á úrtaksæfingum U17

Sævar Atli Magnússon og Daníel Finns Matthíasson tóku þátt í úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins um seinustu helgi ásamt 28 öðrum drengjum fæddum árið 2000. Sævar Atli hefur verið fastagestur í  U17 landsliðinu en Daníel var einnig boðaður til æfinga í þetta skiptið.

Sævar Atli var síðan í dag valinn 25 manna æfingahóp sem mun æfa saman um næstu helgi. Sævar fær því að keppa um sæti í lokahópnum sem fer til Ísreal 30.október til að keppa um sæti á EM undir 17 ára landsliða árið 2017.

Við óskum Sævari góðs gengis um helgina og vonum svo sannarlega að hann verði staddur í Ísrael þann 30.október næstkomandi.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*