Fara á efnissvæði
IS EN PL

Salarleiga Leiknis

Leiknir býður uppá bjartan og fallegan sal til útleigu allt árið um kring.
Salurinn tekur allt að 80 manns í sæti og hentar mjög vel fyrir fermingar, afmæli, húsfundi og aðra viðburði.

Í salnum er ágætis eldhús með bar og allur borðbúnaður á staðnum fyrir u.þ.b 70 manns.

Einnig er salurinn með hljóðkerfi og skjávarpa.

Tæknimaður fylgir ekki með salaleigu og þarf að gera ráð fyrir að kynna sér og græja tæknimál tímanlega.

Það borgar sig að vera tímanlega þegar kemur að pöntun því aðsókn er mikil, séstaklega þegar fermingar eru í gangi.

Nánari upplýsingar um salinn fást á  leiknir@leiknir.com.

Hér að neðan er hægt að bóka salinn fyrir hin ýmsu tilefni í gegnum heimasíðuna: 

 

IMG 8330

Verðskrá

Kvöldveislur
85.000 kr.-
Veislur á kvöldin miðast við að séu 5 klukkutímar, t.d. 19:00-00:00.

Dag/Fermingar-/skírnarveislur
72.000 kr.-
Veislur á daginn miðast við að séu 4 klukkutímar og sé lokið fyrir kl 18:00.

Barnaafmæli
40.000 kr.-
Veislur fyrir barnaafmæli miðast við að séu 3 klukkutímar og sé lokið fyrir kl 18:00.

Húsfundur
22.000 kr.-
Húsfundir miðast við að séu 2 klukkutímar og sé lokið fyrir kl 22:00 á virkum dögum.

Dúkar
1.000 kr.-
Stærð passa fyrir eitt borð í sal. Með þessu losnar leigutaki við umstang í kringum dúkka.

Starfsmaður
3.000 kr. pr. klst.
Starfsmaður er ekki innifalinn í verðinu og sér um að:
• Opna húsið.
• Vera til leiðbeiningar.
• Ber ábyrgð á húsinu.
• Hjálpar til við að ganga frá borðbúnað.
• Til taks ef eitthvað kemur uppá.
• Lokar og læsir húsinu.
• Sér um þrif eftir veisluna.
Gera þarf upp við starfsmann beint til hans kr. 3.000 á tímann.

ATHUGIÐ að aldurstakmark til að leigja salinn er 23 ára og er áfengisdrykkja í salnum undir 20 ára stranglega bönnuð. 

Vinsamlega sendið nauðsynlegar tengiliðsupplýsingar þegar salur er bókaður; nafn, símanúmer, kennitölu til að auðvelda reikningagerð, tegund veislu og áætlaðan fjölda gesta.

Ef undirbúningur fyrir veislu, t.d. skreytingar eða mótttöku á vörum felur í sér útkall á starfsmanni utan vinnutíma þá bætist við kostnaður á leigutaka.

Gott er að vita áætlaðan bókunartíma á salnum og fjölda gesta. Í einhverjum tilvikum áskilum við okkur rétt til að bæta við starfsmanni þegar fjöldi gesta er yfir 70 manns.

Ef skemmdir verða af völdum gesta þá ber leigutaki ábyrgð og greiðir fyrir tjón.

Ef umgegni er óvenjuslæm sem veldur miklum þrifum þá fellur sá kostnaður á leigutaka.

 

Staðfestingargjald

Það þarf að greiða staðfestingargjald 25.000kr fyrir salarleigu sem er óafturkræft, ef salur er pantaður með meira en mánaðarfyrirvara.

Ath. greiða þarf fyrir salinn að fullu áður en til atburðar kemur.

Reikningsnúmer
537-26-16902

Kennitala
690476-0299

Senda þarf staðfestingarpóst á netfangið leiknir@leiknir.com og setja dagsetningu á salarleigu í skýringu.