Sambasveifla á Shellmóti

6.flokkur Leiknis hélt á Shellmótið í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Nokkur ár eru síðan Leiknismenn tóku þátt í Shellmótinu og því spenna í hópnum.

17 vaskir Leiknisstrákar héldu í þetta ferðalag ásamt fjölmennri sveit foreldra sem studdi vel við bakið á strákunum. Leiknisliðin tvö spiluðu hvort fyrir sig alls 10 leiki og voru strákarnir til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Á föstudag var svo hinn rómaði leikur þar sem Landslið og Pressulið Shellmótsins mættust á Hásteinsvelli. Davíð Júlían Jónsson og Leon Andri Hauksson voru valdir úr röðum Leiknis og voru félaginu til sóma.

Luku svo bæði lið mótinu á laugardag og áttu það bæði sameiginlegt að hafa spilað flottan fótbolta alla dagana þrjá.

Frábærir dagar í Eyjum tóku svo loks enda. Léttleikandi Leiknisstrákar sem geisluðu af leikgleði, samstöðu og jákvæðni kvöddu eyjuna fjögru grænu þegar stigið var uppí Herjólf og haldið heim í Efra- Breiðholt.

 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*