Samningi Alfreðs rift

Alfreð Már Hjaltalín er hættur hjá Leikni R. og verður ekki með liðinu í 1. deildinni í sumar.

Alfreð kom til Leiknis frá ÍBV síðastliðið haust en þrálát meiðsli hafa orðið til þess að hann spilar ekki í sumar.

„Hann var ekki að ná að hrista meiðslin af sér,” sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, í viðtali í Ljónavarpinu.

„Við vissum að hann væri meiddur og þetta var pínu gamble með hann. Hann var mjög duglegur og reyndi allt en það gekk ekki, því miður.”

Alfreð er 25 ára gamall en hann spilaði ekkert síðastliðið sumar vegna meiðsla. Alfreð, sem spilar sem bakvörður og kantmaður, lék átta tímabil með Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir sumarið 2018.

Frétt af Fótbolti.net

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*