Samstarf við Réttingaverkstæði Jóa

Það er gott að eiga góða að! Einn af okkar helstu stuðningsaðilum hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni. Um er að ræða tvö ár og mun Réttingaverkstæði Jóa vera sýnilegt á nýjum treyjum félagsins sem verða frumsýndar í sumar.

Markmið Rv Jóa með samstarfinu er að styðja við uppbyggingarstarf hjá Leikni. Þetta er mikið fagnaðarefni og við hvetjum að sjálfsögðu allt Leiknisfólk til beina sínum viðskiptum til okkar bakhjarla. Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda? Þá er um að gera að renna við hjá RV Jóa og þeir taka vel á móti þér : http://rettjoa.is/

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*