Sannfærandi gegn Haukum

Leiknir R. 2 – 0 Haukar
1-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (’14)
2-0 Nacho Heras (’45)

Leiknir vann 2-0 sigur gegn Haukum í 19. umferð Inkasso-deildarinnar en það voru miðverðirnir sem sáu um markaskorun, bæði mörk Leiknis komu eftir hornspyrnur.

Nacho Heras var valinn maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og í umfjöllun á leiknisljonin.net.

Leiknir var talsvert betri aðilinn í leiknum og okkar menn halda sér í toppbaráttunni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Hér má sjá stöðuna í deildinni.

Leikir Leiknis út tímabilið:
Fim 5. sept 17:30 Leiknir – Keflavík
Lau 14. sept 14:00 Fjölnir – Leiknir
Lau 21. sept 14:00 Leiknir – Fram

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*