Sex léku sinn fyrsta leik

Í sigrinum gegn Þrótti á föstudaginn voru það alls sex leikmenn sem léku sinn fyrsta leik fyrir Leikni á Íslandsmóti.

  • Hollendingurinn Guy Smit átti flottan leik í rammanum
  • Tvíburarnir Dagur og Máni Austmann léku einnig vel og skoraði Máni þriðja mark okkar í leiknum, eftir sendingu frá Degi.
  • Af bekknum komu svo Arnór Ingi Kristinsson (sem gekk í raðir Leiknis á dögunum) og þeir Róbert Vattnes og Andi Hoti

Eins og allir vita þá er það ótrúlega mikill heiður að spila fyrir Leikni og þessum mönnum er óskað innilega til hamingju!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*