Sex stiga leikur á Selfossi

Á morgun fimmtudaginn 30.september fer fram leikur Leiknis og Selfoss í Inkasso-deildinn.

Leikurinn er afar mikilvægur báðum liðum en fyrir leikin sitja Leiknismenn í 7.sæti deildarinnar með 18 stig en Selfyssingar eru í 11.sæti með 15 stig. Selfyssingar geta klifrað upp fyrir Leiknismenn vinni þeir sigur á morgun.

Leiknismenn töpuðu 2-1 gegn Víkingi frá Ólafsvík í seinustu umferð. Nokkra leikmenn vantaði í þann leik en þeir Árni Elvar, Ernir Bjarna og Bjarki Aðalsteins voru allir í banni og snúa aftur á morgun.

Selfyssingar töpuðu 3-2 gegn sterku liði Þróttar í seinustu umferð eftir að hafa leitt leikinn 2-0. Selfyssingar eru því til alls líklegir á morgun og er ólíklegt að þeir láti slíkt forskot aftur af hendi eftir ófarir helgarinnar.

Liðin skyldu jöfn 1-1 þegar þau mættust fyrr í sumar en Leiknismenn voru þar sterkari aðilinn en náðu ekki að knýja fram sigur.

Við hvetjum Leiknismenn nær og fjær til að fjölmenna á Jáverk-Völlinn á Selfossi á morgun og styðja við bakið á okkar mönnum í þessum sex stiga leik. Leikar hefjast klukkan 18:00 og fá allir Leiknismenn sem mæta high-five frá Buxa vallarstjóra.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*