Shkelzen á úrtaksæfingar

Hinn mikli Leiknismaður Shkelzen Veseli hefur verið valinn á úrtaksæfingar U15 landsliðsins.

Þessi efnilegi leikmaður spilar með 2. og 3. flokki Leiknis en á undirbúningstímabilinu lék hann tvo leiki með meistaraflokki í Lengjubikarnum.

Dagana 24.-28. júní verða haldnar úrtaksæfingar fyrir U15 karla á Akranesi.  Umsjón með æfingunum hefur Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður í hæfileikamótun KSÍ og þjálfari U15 landsliða karla og kvenna.

Alls hafa 32 leikmenn verið valdir á æfingarnar og með því að smella hér má sjá leikmannahópinn.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*