Shkelzen áttundi til að leika fyrsta leikinn

Shkelzen Veseli kom inn af bekknum á 69. mínútu í sigrinum gegn Magna á laugardaginn en þetta var hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk á Íslandsmótinu.

Shkelzen er fæddur 2004 og kom öflugur inn í leikinn og hjálpaði Leikni að landa öllum stigunum þremur.

Hann er áttundi leikmaðurinn á þessu tímabili sem spilar sinn fyrsta leik fyrir Leikni á Íslandsmótinu. Einn af þeim er Ágúst Leó Björnsson sem kom frá Þrótti.

Þess má svo geta að Hjalti Sigurðsson lék fyrsta leik sinn á tímabilinu í Lengjudeildinni þegar hann kom af bekknum gegn Magna. Hjalti er mættur af meiðslalistanum og það eru gleðitíðindi mikil.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*