Siggi Höskulds skrifar undir út 2023

Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni út tímabilið 2023.

Sigurður tók við sem aðalþjálfari meistaraflokks Leiknis í júní í fyrra. Hann var aðstoðarþjálfari Stefáns Gíslasonar og tók við stjórnartaumunum þegar Stefán hélt til starfa í Belgíu.

Undir stjórn Sigga hafnaði Leiknir í þriðja sæti 1. deildarinnar í fyrra og er nú í harðri og stórskemmtilegri baráttu um að komast upp í efstu deild.

„Siggi Höskulds hefur náð frábærum árangri hjá félaginu og ljóst að hárrétt ákvörðun var að setja traustið á hann. Siggi er að okkar mati einn mest spennandi þjálfari landsins og mikið gleðiefni að hann geri nýjan samning. Leiknisliðið hefur spilað stórskemmtilegan fótbolta undir hans stjórn og hann vinnur ákaflega vel með ungum leikmönnum,” segir Oscar Clausen, formaður Leiknis.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*