Siggi skrifar undir samning við Leikni út 2020

Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir samning við Leikni um að þjálfa meistaraflokk félagsins sem aðalþjálfari út tímabilið 2020.

Eftir að ljóst var að Stefán Gíslason væri á förum til Belgíu var Siggi fyrsti kostur. Það lá beint við enda mikil ánægja með hans störf í Breiðholtinu. Það eru því mikil gleðitíðindi að nú sé allt frágengið og haldið verður áfram að vinna eftir sömu stefnu og markmiðum.

Fyrr í dag var staðfest að Hlynur Helgi Arngrímsson yrði aðstoðarþjálfari. Það rímar algjörlega við stefnu Leiknis að vera með Sigga, Hlyn og Val Gunnarsson sem öflugt þjálfarateymi sem hefur sýnt og sannað færni sína í að vinna með og bæta unga leikmenn og eru auk þess miklir félagsmenn.

Á meðfylgjandi mynd eru Sigurður Heiðar og Helgi Óttarr Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Leiknis.

Áfram Leiknir!

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*