Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur tekið stöðu yfirþjálfara hjá félaginu og sinnir því meðfram því að vera þjálfari meistaraflokks.
Siggi hefur unnið magnað starf fyrir félagið og stýrði Leikni upp í efstu deild í fyrra eins og allir vita. Það er gleðiefni að hann taki að sér enn stærra hlutverk hjá félaginu.