Sigur á Fram

2.flokkur Leiknis vann sinn fyrsta sigur í Reykjavíkurmótinu á laugardaginn þegar Framarar mættu í heimsókn á Leiknisvöllinn.

Leiknismenn byrjuðu betur og var útlitið ekki gott fyrir Framara þegar Patryick kom Leiknismönnum yfir snemma leiks eftir góða sókn. Eftir markið misstu Leiknismenn þó tökinn og jöfnuðu Framarar áður en flautað var til hálfleiks.

Okkar menn ætluðu þó ekki að láta stigin þrjú renna úr greipum sér og mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik með þá Ísak Richards og Jamal Klæng fremsta í flokki.

Ísak koma Leiknismönnum yfir með marki eftir frábært einstaklingsframtak, Jamal bætti síðan um betur og kom Leikni í 3-1. Patryick Hryniwicki var ekki hættur og skorkaði 4-1 mark Leiknismanna. Jamal Klængur nelgdi síðan síðasta naglan í kistuna með sínu öðru marki og staðan orðinn 5-1.

Leiknismenn leyfðu þó Frömurum að maldi í móinn og minnkan muninn í 5-2 en þar við sat og öruggur sigur okkar manna staðreynd.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*