Sigur á Magni Grenivík

Leiknismenn mættu Magnamönnum á Leiknisvelli á laugardaginn í 6.umferð Inkasso-deildarinnar.

Okkar menn byrjuðu leikin frábærlega en Sólon Breki kom Leiknismönnum yfir eftir um tíu mínútna leik Sævar Atli átti þá flotta sendingu á Sólon sem skoraði. Sólon bætti síðan við sínu öðru marki nokkrum mínútum síðar og staðan 2-0. Sævar Atli Magnússon kórónaði síðan góðan fyrri háfleik Leiknismanna þegar hann skoraði þriðja mark Leiknismanna eftir darraðardans í teignum.

Magnamenn bitu frá sér í seinni hálfleik og fór nokkuð fát á Leiknismenn þegar þeir skoruðu fyrsta mark hálfleiksins og minnkuðu munin í 3-1. Leiknismenn skelltu í lás eftir mark Magnamanna og beittu skyndisóknum en mistókst að skora.

Lokatölur leikssins því 3-1 og Leiknismenn lyfta sér upp úr fallsæti og skilja Magnamenn eftir á botni deildarinnar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*