Sigur á Þrótturum

Leiknismenn mættu Þrótti í Reykjavíkurmótinu á föstudaginn.

Þróttarar byrjuðu betur og komust yfir þegar sóknarmaður þeirra slapp einn í gegnum vörn Leiknis eftir útspark og skoraði.

Þróttarar fóru með 1-0 forystu inn í seinni hálfleikin. Leiknismenn mættu hinsvegar öflugir til leiks inn í seinni hálfleikin og voru sterkari aðilinn. Frammistaða Leiknis bar ávöxt eftir klukkutíma leik þegar Skúli Sigurz réðst á boltan inn í vítateig Þróttar eftir hornspyrnu og skoraði.

Um tíu mínútum síðar komust Leiknismenn yfir með marki frá Tómasi Óli. Það var síðan Sævar Atli sem gernelgdi sigur Leiknismanna þegar hann skoraði þriðja mark Leiknis skömmu fyrir leikslok.

Flottur sigur hjá okkar mönnum sem mæta Víkingum í næsta leik mótsins á föstudaginn.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*