Sigur gegn Fram í fjörugum leik

Fram 2 – 5 Leiknir
0-1 Sjálfsmark (‘8)
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic (’34)
0-3 Vuk Oskar Dimitrijevic (’54)
0-4 Sævar Atli Magnússon (’57)
1-4 Magnús Þórðarson (’62)
2-4 Magnús Þórðarson (’67)
2-5 Máni Austmann Hilmarsson (’73)

Fram hafði unnið alla fjóra leiki sína í Lengjudeildinni þegar Leiknir kom í heimsókn á laugardag. Okkar menn voru í miklu stuði og höfðu feykilega yfirburði í leiknum.

Sævar Atli kom okkar mönnum í 4-0 en í kjölfarið kom slakur kafli, sem betur fer stóð hann ekki lengi yfir og Máni Austmann átti lokaorðið.

Vuk var réttilega valinn maður leiksins á Fótbolta.net en hér má lesa skýrsluna úr leiknum. Að neðan er svo eitt stykki lúxusmark frá Vuk í leiknum.

Hér má sjá hvað Siggi Höskulds hafði að segja eftir leik.

Hér er svo myndaveisla úr leiknum en næsti leikur er heimaleikur gegn Magna, sjáumst á Domusnova-vellinum klukkan 16 á laugardag.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*