Símamótið: 5.fl kvk spilaði samba

5 fl. Kvk ÍR/Leiknir sendi tvö lið á mótið.

Lið 1 byrjaði mótið af krafti og vann riðilinn sinn á föstudeginum. Á laugardaginn og sunnudaginn héldu þær áfram að gera góða hluti og uppskáru 5 sigra af 8 leikjum og enduðu mótið í 5 sæti.

Lið 2 byrjuðu mótið einnig af krafti og uppskáru eins og lið 1 unnu 5 leiki af 8. Þær enduðu svo á að  spila  um 1 sætið í æsispennandi leik sem fór í framlengingu eftir 1-1 jafntefli en þurftu að lúta í lægra haldi 2-1 fyrir KA stelpunum og lentu í 2 sæti.

Frábær árangur hjá báðum liðum og við óskum stelpunum til hamingju með hann !

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*