Sindri í U21 landsliði Íslands

Sindri Björnsson leikmaður Meistaraflokks Leiknis er í hóp U21 árs landsliðs Íslands sem mætir Makedóníu í kvöld.

Sindri er fæddur 1995 borinn og barnfæddur Leiknismaður. Hann leikur sem miðjumaður og hefur spilað vel í Leiknisliðinu undanfarin misseri. Hann hefur verið í gegnum tíðina  hluti af afreksstarfi Leiknis og Krónunnar.

Sindri á að baki leiki með U17 og U19 ára landsliði Ísland. Þetta er fyrsta verkefni Sindra með U21 árs landsliði Íslands.

Hér má sjá viðtal við Sindra fyrir leikinn.

Leikurinn hefst kl. 19.15 á Vodafonevellinum í kvöld og hvetjum við alla til að styðja strákana í baráttunni en þetta er fyrsti leikur í undankeppni EM.

 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*