Sjónarmið Leiknis

Þar sem Fram hefur dregið Leikni í umræðuna varðandi kærumál sitt á hendur KSÍ og sagst vilja að dómstóll KSÍ hafi samband við Leikni til að fá sjónarmið félagsins þá er lítið mál að gefa það út:

Sjónarmið Leiknis er afskaplega einfalt. Það hefur löng hefð verið fyrir því að markatala sé notuð til að útkljá það ef lið eru jöfn að stigum. Það liggur eins beint við og hugsast getur, er í anda leiksins og er í almennri reglugerð um knattspyrnumót.

Þrátt fyrir að ýmsar aðrar leiðir yrðu notaðar, eins og innbyrðis viðureignir eða fleiri mörk skoruð, yrði niðurstaðan sú sama og Leiknir ofar.

Leiknir sýnir því fullkominn skilning að niðurstaða sumarsins fyrir frábært lið Fram sé félaginu mikil vonbrigði og erfitt að kyngja. Við Leiknismenn þekkjum það af eigin raun, við vorum markatölunni frá því að komast upp í efstu deild árið 2010. Niðurstaða sem við þurftum þó að sætta okkur við.

Íþróttafélagið Leiknir

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*