Skyldumæting í Grafarvog

Það eru bara tvær umferðir eftir og við erum enn í Pepsi Max tækifæri! Fjölnir og Leiknir eigast við í næstsíðustu umferð Inkasso á laugardaginn klukkan 14:00! Leikurinn verður á Extra-vellinum í Grafarvogi.

Viðburðurinn á Facebook

Fjölnismenn eru á toppi deildarinnar en með sigri okkar mann er allt galopið fyrir lokaumferðina. Smelltu hér til að skoða stöðuna í deildinni.

Það er enginn í banni hjá okkur og allir ferskir.

Leiknir tapaði 0-2 á heimavelli gegn Fjölni í fyrri umferðinni en Grafarvogsliðið hefur oft reynst okkar erfitt!

Það er algjör skyldumæting í Grafarvog á laugardaginn!

Þess má svo geta að í lokaumferðinni leikum við gegn Fram, laugardaginn 21. september. Sama dag verður uppskeruhátíðin og svo lokahófið okkar um kvöldið! Takið þann dag frá.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*