Sóley skoraði fyrsta markið

Leiknir tapaði 1-3 á heimavelli fyrir Völsungi frá Húsavík í 1. umferð 2. deildar kvenna á laugardag. Staðan í hálfleik var markalaus.

Það var fallegt veður í Breiðholtinu þegar nýstofnaður meistaraflokkur kvenna lék sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu. Leikni var spáð 7. og neðsta sæti deildarinnar en Völsungi var spáð 4. sæti.

Völsungur braut ísinn á 68. mínútu leiksins og bætti tveimur mörkum við áður en Sóley Rut Þrastardóttir minnkaði muninn fyrir stelpurnar okkar en þetta var fyrsta mark liðsins síðan það var sett á laggirnar.

Smelltu hér til að skoða skýrsluna (ksi.is)

Hér má sjá leikjadagskrá Leiknisliðsins út júní:

Fimmtudagur 30. maí
19:15 Álftanes – Leiknir

Þriðjudagur 4. júní
19:15 Leiknir – Grótta

Laugardagur 15. júní
16:00 Sindri – Leiknir

Sunnudagur 16. júní
14:00 Fjarðabyggð/Höttur/LeiknirF – Leiknir

Laugardagur 22. júní
16:00 Leiknir – Hamrarnir

Sunnudagur 30. júní
13:00 Leiknir – Fjarðabyggð/Höttur/LeiknirF

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*