Lokahóf Leiknis 2018

Lokahóf Leiknis fór fram á laugardagskvöldið með pompi og prakt í Leiknishúsinu. Stuðningsmenn og leikmenn hittust, krufðu tímabilið saman og verðlaunuðu bestu leikmenn og horfðu á hið árlega lokahófsmyndband Leiknis.

Að venju kusu stuðningsmenn besta leikmenn Leiknis á tímabilinu en að þessu sinni var það Sólon Breki Leifsson sem hreppti hnossið. Sólon lék virkilega vel í sumar og skoraði 10 mörk og nokkur af þeim gríðarlega mikilvæg.

Áður á uppskeruhátíð yngri flokka verðlaunaði þjálfarateymi Leiknis þá Bjarka Aðalsteinsson sem valin var bestur og Vuk Oskar Djimitrevic sem var efnilegastur.

Við þökkum þeim sem mættu á Lokahófið fyrir samveruna og óskum þeim Sóloni,Bjarka og Vuk til hamingju.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*