Sólon Breki framlengir við Leikni

Framherjinn knái Sólon Breki Leifsson hefur framlengt samning sinn við Leikni um tvö ár og er hann því samningsbundinn Leikni út tímabilið 2021.

Sólon Breki var lykilmaður í framlínu Leiknismanna í sumar þar sem hann skoraði ellefu mörk í fimmtán leikjum og var markahæsti leikmaður liðsins.

Á lokahófi Leiknis var Sólon valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum. Þessar fréttir munu því vafa lítið gleðja stuðningsmenn Leiknis.

“Mér líður stórkostlega með að hafa framlengt samning minn við Leikni og er spenntur fyrir því að vera hér áfram og hjálpa liðinu og bæta minn leik enn frekar” -SBL

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*