Sólon Breki í Leikni

Sóknarmaðurinn Sólon Breki Leifsson er genginn til liðs við Leikni frá Vestra.

Sólon Breki er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá Breiðablik. Hann  lék 11 leiki með Breiðablik í Pepsi-deildinni í sumar.

Árið 2016 lék hann 11 leiki með Vestra í 2.deildinni og skoraði 8 mörk. Einnig á hann fjölmarga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Leiknir og Sólon gera með sér tveggja ára samning og er því Sólon samningsbundinn Leikni til 2020. Við bjóðum Sólon velkominn í Breiðholtið og óskum honum góðs gengis í Leiknistreyjunni.

Höfundur:

Comments Closed