Sólon: Erum mjög vel stemmdir

Okkar eini sanni Sólon Breki Leifsson, sem valinn var leikmaður ársins af stuðningsmönnum 2018, ræddi við samfélagsmiðla Leiknis fyrir æfingu kvöldsins.

Sólon skoraði glæsilegt mark í sigrinum gegn Keflavík í síðustu umferð, hann ræddi lauslega um þann sigur og markið sitt. Þá var rætt um leikinn gegn Fjölni sem verður annað kvöld og þjálfarabreytingarnar í Breiðholtinu.

Viðtalið má sjá hér að neðan en Sólon og Leiknisliðið verða í eldlínunni annað kvöld, fimmtudag, gegn Fjölni. Leikurinn verður klukkan 19:15 en salurinn í félagsheimilinu verður opinn fyrir stuðningsmenn frá klukkan 17:00.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*