Sóttu stigin þrjú til Grenivíkur

Magni 0 – 1 Leiknir
0-1 Sævar Atli Magnússon (’40, víti)

Leiknir spilaði sinn 17. Lengjudeildarleik þetta tímabilið á sunnudaginn þegar 1-0 útisigur vannst á Magna við fínar aðstæður og fegurð í Grenivík.

Þrátt fyrir yfirburði úti á velli og fjölda færa hjá okkar mönnum kom aðeins eitt mark. En það nægði til að sækja þrjú mikilvæg stig.

Vuk Oskar Dimitrijevic var rifinn niður í teignum og það fór ekki framhjá dómaranum. Vítaspyrna var dæmd og Sævar Atli skoraði sigurmarkið.

Baráttan um að komast upp verður bara meira spennandi en hér má sjá stöðuna í deildinni af vefsíðu KSÍ

Hér má sjá skýrsluna af Fótbolta.net

Hér má sjá myndaveislu Hauks Gunnarssonar

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*