Spænskur leikmaður á reynslu hjá Leikni.

Leiknir hefur fengið spænska vinstri bakvörðinn Oscar Reyes til sín á reynslu en hann spilaði með liðinu í æfingaleik gegn Þrótti í kvöld.

Oscar er 27 ára gamall en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Valletta FC í úrvalsdeildinni á Möltu.

Oscar lék með unglingaliðum Espanyol og Real Madrid en hann var á sínum tíma í U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Spánar.

Eftir að hafa leikið með B-liði Espanyol, Badalona CF og UE Rubi í spænsku neðri deildunum fór Oscar til Ekranas í úrvalsdeildinni í Lithaén árið 2013. Þaðan fór hann svo til Valletta.

Sjá nánar á hér 

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*