Stefán Gíslason nýr þjálfari Leiknis

Stefán Gíslason er nýr þjálfari meistaraflokks Leiknis en hann gerði tveggja ára samning við Leikni í gærkvöldi.

Stefán er flestum knattspyrnu áhugamönnum kunnugur. Hann á að baki farsælan atvinnumannaferill með liðum á borð við Bröndby, Lyn og Viking Stavanger. Stefán hefur einnig leikið rúmlega 30 A-landsleiki fyrir Ísland auk þess að eiga fjöldan allan af yngri landsleikjum.

Árið  2014 kom Stefán heim til Íslands þar sem hann lék eitt tímabil með Breiðablik í Pepsi-deildinni. Eftir það þjálfaði hann 2.flokk Breiðabliks áður en hann tók við Haukum í Inkasso-deildinni og stýrði þeim í 7.sæti deildarinnar árið 2017 en hætti störfum eftir tímabilið.

Við bjóðum Stefán innilega velkominn í Breiðaholtið og óskum honum góðs gengis á komandi tímabili.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*