Stelpurnar okkar komnar á fullt

Nýstofnaður meistaraflokkur kvenna er kominn á fullt eftir áramót og hefur leikið tvo æfingaleiki á þessu ári.

Fyrst léku stelpurnar gegn Hvíta-Riddaranum sem leikur í 2.deildinni í sumar ásamt Leiknisstelpum. Sá leikur gekk frábærlega en stelpurnar hrósuðu þar þrjú núll sigri í baráttuleik þar sem mörkin komu úr föstum leikatriðum. Fyrsti sigur meistaraflokks eftir endurstofnun í flottum leik.

Nú fyrir stuttu mættu Álftnesingar í heimsókn á Leiknisvöllinn með lið sem var í toppbaráttu í 2.deildinni í sumar og ætla sér stóra hluti í sumar. Álftnesingar mættu geysisterkar til leiks og unnu 4-1 sigur þar sem mark Leikniskvenna koma á lokamínútun leiksins. Á undan því höfðu þær sótt rækilega í sig veðrið og sýndu að það þær geta vel staðist toppliðum deildarinnar snúning.

Næsti leikur hjá stelpunum er sunnudaginn 10.mars í Egilshöllinni þar sem þær mæta Þrótturum í fyrstu umferð Lengjubikarsins.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*