Sterk þrjú stig á Ásvöllum

Leiknismenn mættu á Ásvelli síðastliðin fimmtudag þar sem þeir mættu Haukum í 11.umferð Inkasso-deildarinnar.

Leiknismenn sem sýndu flotta spilamennsku gegn Þrótti í 10.umferð héltu uppteknum hætti og spiluðu vel gegn Haukum. Það var því ekki gegn gangi leiksins þegar Sævar Atli kom Leiknismönnum yfir eftir um tuttugu mínútuna leik. Sævar vann þá boltan á seinasta þriðjung lék honum á Aron Fuego sem fann Sævar aftur við vítateigin þar sem hann prjónaði sig í gegn og kláraði vel. 1-0 fyrir Leikni og Sævar Atli á skotskónum annan leikin í röð.

Haukar náðu ekki að ógna Leiknismönnum nægilega mikið í seinni hálfleik en Leiknismenn fengu fjöldan allan af góðum leikstöðum en tókst ekki að finna færin. Leiknismenn bættu þó við öðru marki í seinni hálfleik þegar boltin datt fyrir Sævar Atla eftir að Anton Freyr hafði spyrnt að marki, Sævar kláraði vel og kom Leikni í 2-0.

2-0 sigur Leiknismanna úrslit Leiknis en Leiknismenn lyfta sér þá upp í 8.sæti deildarinnar með 13 stig og eru jafnir Haukum og Þrótti að stigum sem sitja í næstu tveimur sætum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*