Sterkur sigur á Grenivík

Leiknismenn mættu Magnamönnum á Grenivík á laugardaginn í sannkölluðum sex stiga leik.

Fyrir leikin voru Leiknismenn með 15 stig í 9.sæti deildarinnar en andstæðingarnir í Magna á botninum með 12 stig.

Leiknismenn byrjuðu leikin vel og voru mun hættulegri fyrstu mínútur leiksins. Það var því fyllilega verðskuldað þegar Leiknismenn komust yfir eftir um stundarfjórðung þegar Óli Hrannar hesthúsaði boltanum yfir línuna eftir frábæran undirbúningar frá Sævari Atla.

Eftir markið fengu Magnamenn nóg og tóku sverð sín úr slíðrum og voru hættulegri það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Leiknismenn hefðu þó vel nýtt tækifæri sín á seinasti þriðjung betur.

Leiknismenn réru harðar við sóknar mótbyr Magnamanna í seinni hálfleik og létu til sín taka fyrir framan markið. Óli Hrannar átti skot í slá úr aukaspyrnu og skotfyrirgjöf Ernis Freys hefðu vel getað endað réttu megin við línuna góðu. Magnamenn fengu fá tækifæri að undanskildum föstum leikatriðum en Leiknismenn vörðust vasklega með öllu sem þeir áttu.

Það var því létt yfir Leiknisfólki innan sem utan vallar þegar flautað var til leiksloka og þrjú stig á leið í Breiðholtið frá Grenivík.

Leiknismenn komust upp í 7.sæti deildarinnar með sigrinum og eru nú fjórum stigum frá fallsæti. Frábær vinnusigur hjá okkar mönnum.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*