Stjáni skrifar undir

Leiknismaðurinn Kristján Páll Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni til eins árs.

Stjáni hefur verið lykilmaður í Leiknisliðinu í hátt í áratug og er hann einn af leikjahæstu leikmönnum í sögu félagsins en hann hefur leikið yfir 200 leiki fyrir Leikni. Stjáni lék 21 af 22 leikjum Leiknis í sumar og í nær öllum þeirra var hann byrjunarliðinu.

Svo sannarlega gleðifréttir að fá að sjá þennan dygga Leiknismann skjótast upp og niður kantinn í að minnsta kosti eitt ár í viðbót.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*