Stóraukin umfjöllun með Leiknisljónunum

Stuðningsmenn Leiknis eru vel gíraðir nú þegar nýtt tímabil er að fara í gang. Leiknisljónin hafa opnað heimasíðuna leiknisljonin.net.

Frábært framtak en á síðunni er mikið líf og stuðningsmenn geta þar nálgast ýmsar upplýsingar, leikmannakynningar, leikjaumfjallanir, fróðleik og fleira.

Þar er líka hægt að finna Ljónavarpið, podcast þætti um Leikni, en reglulega kemur inn nýr þáttur. Stefán Gíslason, Eyjólfur Tómasson, Ingólfur Sigurðsson og Garðar Gunnar Ásgeirsson hafa þegar heimsótt Ljónavarpið.

Ljónavarpið má finna á öllum helstu Podcast veitum, til dæmis Podcast Addict. Þá eru Leiknisljónin á Twitter og Ljónavarpið á Facebook.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*