Stórsigur hjá Leiknisstelpum

Stelpurnar í 4. flokki hafa æft og spilað með 4.flokki karla í vetur og staðið sig með prýði.

Á sunnudaginn var blásin á æfingaleikur þar sem stelpurnar léku við stöllur sínar í Stjörnunni.

Leiknisstelpur okkar stelpur voru nokkuð rólegar í fyrri hálfleik og var staðan 3-3 þegar gengið var til hálfleiks. Okkar stelpur mættu tvíefldar til leiks í seinni hálfleik og lauk leiknum með 9-3 stórsigri Leiknisstelpna.

Það verður nóg að gera hjá stelpunum í 4.flokki í sumar því þær munu taka þátt í Íslandsmóti í 7.manna bolta og leika með 4.flokki karla í sumar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*