Stuðningsmannakvöld Leiknis 2019

Hið árlega stuðningsmannakvöld Leiknis mun fara fram laugardaginn 27.apríl næstkomandi í hátíðarsal Leiknis.

Leikmenn meistaraflokks fyrir keppnistímabilið í Inkasso-deildinni karla verða kynntir sem og Leikmenn Leiknis meistaraflokks kvenna í 2.deild.

Stefán Gíslason og Garðar Ásgeirsson þjálfarar Leiknis munu ávarpa hópinn og jafnvel svara einhverjum spurningum úr sal. Það verður frábær tilboð á Ljónabarnum, veglegt uppboð og Lukkuhjól Fuego o.fl.

Ég minni svo á forsölu á árskorti Leiknis fyrir tímabilið 2019, en það kostar aðeins 8.990 kr. Tilboðið mun gilda fram yfir stuðningsmannakvöldið þannig fólk getur keypt árskortið á kvöldinu sjálfu. Eftir það fer kortið á venjulegt verð eða 11.990 kr. Best er að panta kortið með því að senda póst á leiknir@leiknir.com en þó margir hafa nýtt sér þetta einstaka tilboð.

Mætum og styðjum leikmennina okkar fyrir komandi sumar.
Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*