Stuðningsmannatreyja Leiknis fæst hjá Braga í Leiksport

Langar þig í fyrstu Pepsi deildar treyju Leiknis ?

Senn líður að fyrsta leik Leiknismanna í Pepsi deildinni. Stuðningsmenn liðsins eru þessa stundina að vinna í því að panta stuðningsmannatreyjur því markmiðið er að glæða stúkuna litunum rauðu og bláu.

Nú er um að gera að tryggja sér nýju treyjuna og vera vel merktur í stúkunni  en um er að ræða nýjustu treyjuna sem liðið mun klæðast í Pepsi deildinni í sumar.

Þá getur þú skundað til Braga í Leiksport Hólagarði og náð þér í eintak á sérstöku stuðningsmannaverði. Treyjan kostar 7000 krónur en 8000 krónur með nafni og númeri á bakinu.

Síðasti séns er að panta og greiða hjá Braga fyrir klukkan 12:00 föstudaginn 17.apríl.

Styðjum félagið okkar !

Áfram Leiknir !!!!

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*