Styrktarsamningur við Dominos

Leiknir og Dominos hafa gert tveggja ára styrktarsamning sín á milli en Egill Þorsteinsson frá Dominos og Helgi Óttarr Hafsteinsson framkvæmdarstjóri Leiknis hafa undirritað samning þess efnis.

Dominos hefur lengi staðið við bakið á Leikni og verið mikilvægur bakhjarl í starfi félagsins hvað varðar veitingasölu og skemmtanir innan félagsins.

Dominos hefur einnig verið stærsti styrktaraðilli Knattspyrnuskóla Leiknis sem fram fer á hverju sumri undir nafninu Knattspyrnuskóli Leiknis og Dominos.

Við þökkum Dominos kærlega fyrir samstarfið og hlökkum til þess að starfa með þeim um ókomin ár.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*