Sumar-hátíð á Leiknisvellinum

Leiknismenn leika sinn fyrsta mótsleik á aðalvelli félagsins á laugardaginn þegar magnaðir Magnamenn mæta í heimsókn.

Í tilefni þess ætla Leiknismenn að blása til veislu. Boðið verður upp á pylsur,andlistmálningu og hoppukastla og svo verður besti vallarborgari landsins á sínum stað á 1000kr.

Frítt er inn en fjörið hefst klukkan 14:00 en leikur Leiknis og Magna hefst klukkan 16:00. Við hvetjum alla Leiknismenn og nærsveitunga til að mæta og taka vini og fjölskyldu með.

SUMAR-HÁTÍÐ (1)

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*