Svekkjandi tap gegn ÍBV

Leiknir 2 – 4 ÍBV
0-1 Jonathan Glenn (’18)
1-1 Sólon Breki Leifsson (’27)
1-2 Óskar Elías Zoega Óskarsson (’56)
2-2 Sólon Breki Leifsson (’77, víti)
2-3 Gary Martin (’79)
2-4 Gary Martin (’93)

Það var vel mætt á Domusnova-völlinn á þriðjudagskvöld þegar ÍBV mætti í heimsókn. Sólin skein og leikurinn sjálfur var heldur betur fjörugur.

Sólon Breki var valinn Manhattan-maður leiksins en hann skoraði bæði mörk okkar manna. Hann jafnaði í 2-2 en þá fór af stað atburðarás sem hefur verið til umræðu á fjölmörgum kaffistofum.

ÍBV vann á endanum 4-2 sigur. Niðurstaða sem er erfitt að kyngja en við höldum áfram veginn eina og stefnum á betri uppskeru í næsta leik, útileik gegn Fram á laugardaginn.

Hér má lesa nánar um leikinn, umfjöllun Fótbolta.net

Hér er myndaveisla úr leiknum og að neðan eru svo viðtöl við Sigga Höskulds og Sævar Atla sem tekin voru eftir leik.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*