Tap á Hlíðarenda

3.flokkur Leiknis hóf keppni í Reykjavíkurmótinu í gær þegar liðið kíkti í heimsókn á Valsvöllinn.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og hafði hvorugu liðinu tekist að skora þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað fyrir okkar menn og léku Serbarnir Vuk og Marko við hvurn sinn fingur. Það voru þó Valsarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins eftir um 20 mínútna leik í seinni hálfleik.

Okkar menn héltu þó áfram galvaskir undir dyggri forustu Vuk og Marko en inn vildi boltinn ekki. Þegar um 20 mínútur voru eftir stækkuðu Valsarar forskot sitt í 2-0 og stuttu síðar í 3-0.

Leiknismenn lögðu þó ekki árar í bát því skömmu síðar vann Vuk Oskar vítaspyrnu sem Marko skoraði úr af öryggi og voru æsispennandi lokamínútur í vændum.

Valsmenn gerðu þó út um leikinn stuttu síðar með sínu fjórða marki en okkar menn ætluðu þó ekki að gefast upp og skoraði Marko Zivkovic sitt annað mark rétt fyrir leikslok og 4-2 því úrslit leiksins.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*