Tap gegn KR

Meistaraflokkur Leiknis lék sinn fyrsta leik í Reykjavíkurmótinu á laugardaginn þegar þeir mættu KR í Egilshöllinni.

KR-ingar byrjuðu betur og komust í 1-0 snemma leiks. Leiknismenn virtust vankaðir eftir mark KR og KR-ingar nýttu sér það og skoruðu tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks.

Leiknismenn mættu betur stemdir til leiks í seinni hálfleik og en tókst ekki að skapa sér nægilega góð færi til að koma höggi á KR-inga.

Tómasi Óla tókst þó að galdra fram mark á undra verðan hátt þegar hann sparkaði knettinum viðstöðulaust á lofti yfir markmenn KR og í netið, stórglæsilegt mark!

Leiknismenn settu mikla pressu á KR-inga seinastu mínútur leiksins og uppskáru mark þegar Sævar Atli barðist með kjafti og klóm inn í teig KR og sendi boltan framhjá markmanni KR.

3-2 lokatölur í þessum fjöruga knattspyrnuleik.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*