Tap í Ólafsvík

Leiknismenn mættu Ólafsvíkingum í gær í 7.umferð Inkasso-deildarinnar. Leikurinn fór fram á glænýju gervigrasi Ólafsvíkinga og var sannkölluð hátíðarstemning við völd.

Okkar menn reiddu fyrstir til höggs þegar þeir skoruðu að virtist löglegt mark en dómari leiksins var ósammála og dæmdi markið af. Ólsarar svörðu í sömu mynd stuttu síðar en dómari leiksins ákvað hinsvegar að það mark fengi ekki að standa heldur. Liðin gengu því til búningsklefa í hálfleik með 0-0 á töflunni.

Ólsarar mætt sterkir til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark eftir um fimm mínútna leik þegar þeir skoruðu eftir fast leikatriði. Eftir mark Ólsara breyttist leikurin í mikið miðjumoð og náðu hvorugt liðana að skapa sér færi.

Þegar kom í uppbótartíma leiksins settu Leiknismenn aukin þunga í sóknarleikin, Ólsarar nýttu sér undirmannaða vörn Leiknismanna og bættu við tveimur mörkum á seinstu mínútum leiksins. 3-0 því lokatölur leiksins.

Næsti leikur Leiknismanna er fimmtudaginn næstkomandi þegar Selfyssingar mæta í heimsókn á Leiknisvöllinn.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*