Tap í seinasta leik tímabilsins

Leiknismenn skelltu sér norður til Akureyrar um helgina til að etja kappi við Þórsara í seinustu umferð Inkasso-deildarinnar þetta sumarið.

Þórsarar reiddu fyrstir til höggs og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili áður en að stundarfjórðungur var liðin af leiknum. Leiknismenn vönkuðust þó ekki við högg Þórsara heldur voru snöggir að svara með marki en þar var á ferðinni Sólon Breki Leifsson sem skoraði sitt tíunda mark í deildinni í sumar.

Leiknismenn urðu þó fyrir áfalli þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik þegar Óli Hrannar fékk beint rautt spjald eftir viðskipti sín við leikmann Þórsar og þótti þetta ansi strangur dómur.

Einum færri komust Leiknismenn ekki nær Þórsurum en Þórsara bættu við marki þegar skammt var liðið af seinni hálfleik og þar við sat og lokatölur 3-1.

Leiknismenn ljúka því tímabilinu í 7.sæti deildarinnar með 25 stig 10 stigum á undan Selfyssingum sem enda í neðsta sæti og 23 stigum á eftir Skagamönnum sem ljúka tímabilinu í efsta sætinu. Fínasti árangur hjá okkar mönnum sem hafa á köflum leikið frábæra knattspyrnu með marga unga og efnilega Leiknismenn innanborðs.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*