Þóra Helgadóttir heimsótti Knattspyrnuskóla Leiknis (myndir)

Þóra Helgadóttir landsliðsmarkvörður íslenska kvennalandsliðsins heimsótti Knattspyrnuskóla Leiknis á dögunum.

Knattspyrnuskóli Leiknis er starfræktur á sumrin undir stjórn Hlyns Helga Arngrímssonar þjálfara 5.flokks karla.

Alls eru fimm námskeið og í lok hvers námskeiðs er leynigestur sem afhendir verðlaun fyrir vel unnin störf á hverju námskeiði.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Þóra skellti sér í markið í vítakeppni Knattspyrnuskóla Leiknis.

Næsta námskeið byrjar á mánudag og er hægt að skrá frá kl. 8.00 um morguninn á Leiknisvelli.

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*