Þorragleði Leiknis verður haldin 7.febrúar

Þorragleði Leiknis verður haldin laugardagskvöldið 7.febrúar (ný dagsetning) í Leiknisheimilinu.
Takið kvöldið frá því þið viljið alls ekki missa af þessari frábæru veislu !

Þorragleði Leiknis 2015 verður haldin laugardaginn 7.febrúar í Leiknisheimilinu. Þorragleðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og var það ein besta skemmtun sem Leiknir hefur staðið fyrir.

Uppselt var í fyrra en í ár verða 80 sæti í boði.

Líkt og í fyrra verður opið fyrir hópapantanir, 4 eða 8 manna hópa og stærra ef þarf. Færri komust að í fyrra en vildu og því um að gera að fara skipuleggja sig og vera klár þegar miðasalan í eina af veislum ársins hefst.

Leiknismennirnir og kjötiðnaðarmeistararnir Jóhannes Geir Númason og Guðni Egilsson munu sjá um matinn. Nánari upplýsingar um miðaverð, matseðil og dagskrá kemur í lok vikunnar

Laugardagskvöldið 7.febrúar – takið kvöldið frá fyrir Þorragleði Leiknis !

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*